Biðlistinn inn á Höfða hefur aldrei verið lengri

Í byrjun október á þessu ári voru 110 einstaklinga á biðlista eftir hjúkrunarrými eða hvíldarinnlögn á Dvalarheimilinu Höfða. 

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða segir að biðlistinn hafi ekki verið lengri í þau 11 ár sem hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra. 

Í byrjun október voru alls 62 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarými og 46 á biðlista eftir hvíldarinnlögn. 

Allt árið 2023 fluttu samtals 28 einstaklingar inn á Höfða og það að sem af er þessu ári eru þeir orðnir 34.

Biðlistarnir lengjast þrátt fyrir að 21% fleiri hafa flutt inn á þessu ári en allt árið í fyrra.

Kjartan segir að miklar heilbrigðisráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu í byrjun september á þessu ári þess efnis að Höfði verði stækkaður. 

„Viljayfirlýsingin kveður á um að hjúkrunarrýmum á Höfða fara úr 70 varanlegum hjúkrunarrýmum í 99 eða aukning um 29 hjúkrunarrými.Vonir standa til að við getum tekið stækkað heimili í notkun á árinu 2028,“ segir Kjartan við Skagafréttir.