Hákon Arnar tryggði Lille sigurinn í Meistaradeildarleik

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark franska liðsins Lille í kvöld í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu.

Hákon var aðeins búinn að vera inni á vellinum í eina mínútu þegar hann þrumaði boltanum í netið hjá liðinu frá Austurríki. 

Þetta er í annað sinn sem Hákon Arnar skorar í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fyrir FCK frá Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni árið 2022 gegn þýska liðinu Dortmund. 

Sigur Lille var mikilvægur en liðið er í 6. sæti Meistaradeildarinnar með 13 stig.