Ný innisundlaug við Jaðarsbakka er ekki á dagskrá næstu þrjú árin

Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar og uppbyggingu undanfarinna ára.

Ný innilaug á Jaðarsbakkasvæðinu er ekki á fjárfestinga – eða framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar næstu þrjú árin.

Sundfélag Akraness lýsti nýverið yfir áhyggjum sínum af því að áformum um nýja sundlaug á Akranesi hafi ítrekað slegið á frest allt frá árinu 1990 – og er ljóst að biðin eftir nýrri innilaug verður enn lengri.

Nánar í þessari frétt: