Vilja greina tengsl veikinda og starfsaðstæðna hjá Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness leggur áherslu á að greining verði gerð á tengslum veikinda og starfsaðstæðna.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins þar sem að fjallað var um úthlutun úr veikindapotti vegna síðari hluta ársins 2024. 

Markmiðið með þeirri greiningu er að hægt verði að vinna betur í forvörnum sem stuðlað geti að bættri velferð mannauðs Akraneskaupstaðar. 

Á árinu 2024 verður kostnaður Akraneskaupstaðar vegna afleysinga sem tengjast langtímaveikinda starfsmanna tæplega 78 milljónum kr. eða 6,5 milljónir kr. á mánuði. 

Á tímabilinu 1. júlí -31. desember verður úthlutað 26,3 milljónum kr. vegna afleysinga sem tengjast langtímaveikindum starfsmanna. Á fyrri hluta ársins var úthlutað tæplega 52 milljónum kr.