19 verkefni frá menningarstyrk frá Akraneskaupstað

Alls fá 19 verkefni menningarstyrk frá Akraneskaupstað fyrir árið 2025 en alls bárust 25 umsóknir. 

Heildarupphæð styrkja er rétt rúmlega 3,5 milljónir kr. en óskað var eftir tæplega 14 milljónum kr. í styrk frá umsóknaraðilum.  

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar. 

Við mat styrkumsókna var lagt sérstaka áherslu á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann, hvetja til fjölbreyttrar listsköpunar, styðja við menningarlegt uppeldi og/eða auðga menningarlíf bæjarins.

  • Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA 300.000 kr.
  • Skonrokk, Saga rokksins, Birgir Þórisson 280.000 kr.
  • Útvarp Akraness, miðlun efnis – Hjörvar Gunnarsson 250.000 kr.
  • Brjótum 1000 trönur – Borghildur Jósúa og Bryndís Siemsen 250.000 kr.
  • Samsýning Listfélags Akraness 250.000 kr.
  • Kórstjórn og æfingar kóra Vesturlands – Hilmar Örn 240.000 kr.
  • Tónleikaröð menningarfélagsins Bohéme, Hanna Þóra Guðbrands 200.000 kr.
  • Skagarokk 2025, Rokkland ehf 200.000 kr.
  • Menningarstrætó, Listfélag Akraness 200.000 kr.
  • Tónleikaröð – Kalman listfélag 200.000 kr.
  • Hvilft, Weathered Remains – Antonía Bergsdóttir 200.000 kr.
  • Lilló Hardcorefest – Ægisbraut Records 180.000 kr.
  • Myndir og ljóð – Guðný Sara og Guðfinna 140.000 kr.
  • Olíubrák myndlistarsýning – Angela Árnadóttir 130.000 kr.
  • Club Cubano tónleikar og tónlistar kynning – Haraldur Ægir 100.000 kr.
  • Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne 100.000 kr.
  • Myndlistarsýning – Herdís Arna Hallgrímsdóttir 100.000 kr.
  • Krílatónlist – Úlfhildur Þorsteinsdóttir 100.000 kr.
  • Langisandur myndlistarsýning – Vilborg Bjarkadóttir 100.000 kr.