Alls voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 20. desember s.l. Þetta kemur fram á vef FVA – nánar hér:
Ellert Kári Samúelsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur.
Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp en fimm ár eru frá því að hún var skipuð sem skólameistari FVA.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir alþingismaður og fyrrverandi nemandi skólans flutti ávarp.
Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda, Ellert Kári Samúelsson rafvirki og nýstúdent lék á selló lagið „Concertion“ eftir Bréval, með honum lék David A. Cutright og Bergþóra Edda Grétarsdóttir söng jólalagið „It’s beginning to look a lot like Christmas“ eftir Meredith Willson.
Sigurgeir Sveinsson sem hóf störf við skólann árið 1988 og lætur af störfum nú um áramótin var færður gjöf sem þakklætisvott.
Rósa Kristín Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum.
Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:
- Anna Katrín Guðráðsdóttir fyrir framlag sitt til umhverfismála og alþjóðlegra samskipta (Íslandsbanki).
- Ástdís María Guðjónsdóttir hlaut hvatningaverðlaun (Zontaklúbburinn Ugla).
- Björk Davíðsdóttir fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
- Daníel Darri Ragnarsson fyrir ágætan árangur í þýsku (FVA).
- Einar Margeir Ágústsson hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í íþróttum á heimsmælikvarða (Penninn)
- Ellert Kári Samúelsson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (Sjammi) og fyrir ágætan árangur í ensku (Landsbankinn).
- Eva María Ingvarsdóttir hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).
- Friðrik Arthúr Guðmundsson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (Sjammi).
- Glóey Ýr Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).
- Helgi Eyjólfsson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (SF smiðir).
Magnús Filippus Guðlaugsson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (SF smiðir). - Ole Pétur Ahlbrecht fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Tölvuþjónustan).
- Ragnheiður Hjálmarsdóttir fyrir góðan árangur í myndlist (Dýrfinna Torfadóttir).
- Rósa Kristín Hafsteinsdóttir fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
- Sigurvin Helgi Eyvindsson hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).
Myndir frá BLIK Studio hér fyrir neðan