Hákon skoraði mikilvægt mark í sigri Lille í frönsku bikarkeppninni

Skagamaðurinn Há­kon Arn­ar Har­alds­son skoraði mikilvægt mark í kvöld fyrir úrvalsdeildarliðið Lille í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. 

Hákon og félagar hans voru 1-0 undir gegn Marseille allt þar til á 68. mínútu þegar Hákon jafnaði með skoti af stuttu færi.

Leikurinn endaði með sigri Lille í vítakeppni og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.