Karlalið ÍA hefur fljótlega keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ – en liðið leikur í riðli 1 í efstu deild keppninnar.
Fyrsti leikur ÍA er 8. febrúar á heimavelli í Akraneshöllinni kl. 14:00 gegn Vestra frá Ísafirði.
Í riðlinum með ÍA eru Fjölnir, Valur, Þróttur, Grindavík og Valur.
ÍA leikur gegn Valsmönnum laugardaginn 15. febrúar kl. 12 í Akraneshöll, og fimmtudaginn 20. febrúar kl. kemur Grindavík í heimsókn.
Miðvikudaginn 26. febrúar mætir ÍA liði Fjölnis á útvelli kl. 19.30. Lokaleikur ÍA er gegn Þróttir úr Reykjavík á heimavelli Þróttar sunnudaginn 2. mars kl. 16:00.
Töluverðar breytingar eru á leikmannahóp ÍA fyrir tímabilið.
Þrír leikmenn hafa verið lánaðir til Grindavíkur. Þeir eru: Ármann Finnbogason, Breki Hermannsson og Árni Salvar Heimisson.
Arnleifur Hjörleifsson hefur verið lánaður til Njarðvíkur og fyrirliðinnn Arnór Smárason hefur lagt skóna á hilluna.