Sunna Rún valin í U-17 ára landslið Íslands

Sunna Rún Sigurðardóttir, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, var nýverið valin í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt á æfingamóti í Portúgal. Mótið hefst 20. janúar og því lýkur 29. janúar.

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson valdi leikmannahópinn þann 6. janúar s.l. en alls eru 20 leikmenn í hópnum.

Nýverið var Skagakonan Aldís Ylfa Heimisdóttir ráðin sem þjálfari U-16 og U-17 ára landsliðs KS. Í

Eins og áður segir eru 20 leikmenn í hópnum. FH er með 4 leikmenn, Valur 3, Grótta 2 og Tindastóll frá Sauðárkróki er einnig með 2 leikmenn. Stjarnan, Breiðablik, HK, ÍA, KH, Keflavík, Víkingur R., Þróttur R og Þór/KA eru öll með 1 leikmann í hópnum.

Danmörk, Portúgal, Danmörk og Wales taka þátt á þessu móti ásamt Íslandi.

Hópurinn er þannig skipaður:

  • Edith Kristín Kristjánsdóttir – Breiðablik
  • Anna Heiða Óskarsdóttir – FH
  • Thelma Karen Pálmadóttir – FH
  • Hrönn Haraldsdóttir – FH
  • Hafrún Birna Helgadóttir – FH
  • Elísa Birta Káradóttir – HK
  • Sunna Rún Sigurðardóttir – ÍA
  • Ísold Hallfríðar Þórisdóttir – KH
  • Anna Arnarsdóttir – Keflavík
  • Arnfríður Auður Arnarsdóttir – Grótta
  • Rebekka Sif Brynjarsdóttir – Grótta
  • Fanney Lísa Jóhannesdóttir – Stjarnan
  • Ágústa María Valtýrsdóttir – Valur
  • Sóley Edda Ingadóttir – Valur
  • Hrafnhildur Salka Pálmadóttir – Valur
  • Birgitta Rún Finnbogadóttir – Tindastóll
  • Elísa Bríet Björnsdóttir – Tindastóll
  • Anika Jóna Jónsdóttir – Víkingur R
  • Hekla Dögg Ingvarsdóttir – Þróttur R
  • Bríet Kolbrún Hinriksdóttir – Þór/KA