Tæplega 80 milljónir kr. kostnaður vegna veikindaforfalla hjá Akraneskaupstað

Kostnaður stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2024, vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember var tæplega 26,4 milljónir kr. 

Samtals var úthlutað 77,7 milljónum kr. á árinu 2024 vegna afleysingakostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna.  

Bæjarstjórn Akraness samþykkti einróma í gær á fundi sínum viðauka við fjárhagsáætlun til þess að mæta þessum kostnaði. 

Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram sú krafa að unnin verði greining á tengslum veikinda og starfsaðstæðna, með það að markmiði að unnt sé að vinna betur í forvörnum sem stuðlað geti að bættri velferð mannauðs Akraneskaupstaðar. 

Bæjarstjórn hefur falið  bæjarstjóra að tryggja að unnin verði slík greining.