Skagmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að skora fyrir franska úrvalsdeildarliðið Lille.
Hákon Arnar skoraði í gær í 2-1 sigur liðsins gegn Nice í frönsku deildinni. Þetta var fjórða markið hjá Skagamanninum á tímabilinu og annað mark hans í deildinni.
Lille var undir í hálfleik en Hákon Arnar jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Bafodé Diakité tryggði Lille sigurinn með marki um stundarfjórðingi eftir að Hákon Arnar hafði jafnað metin.
Lille er í þriðja sæti deildarinnar en liðið hafði gert þrjú jafntefli í röð í deildinni.