Eitt verkefni á Akranesi fær styrk úr Íþróttasjóði

Mennta- og barnamálaráðherra hefur samþykkt tillögu Íþróttanefndar um úthlutun styrkja úr Íþróttasjóði fyrir árið 2025.

Úthlutað er til 71 verkefnis fyrir alls 21,15 milljónir króna.

Eitt verkefni hjá aðildarfélagi Íþróttabandalags Akraness, ÍA, fékk styrk að þessu sinni. 

Nefndinni bárust alls 194 umsóknir að upphæð rúmlega 230 m.kr. um styrki úr Íþróttasjóði fyrir árið 2025.

Alls bárust 114 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar að upphæð um 140 m.kr.

Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 71 að upphæð 72,4 m.kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 9 að upphæð 17,5 m.kr..

Íþróttabandalag Akraness fær 300 þúsund kr. í styrk sem notaður verður til þess að kaupa á sér útbúnum píluspjöldum. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um þær umsóknir sem Íþróttanefnd leggur til að verði styrktar:

Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu

Nánar um sjóðinn hér: