Um mitt ár 2023 var gerður samningur á milli Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses um stofnframlag til uppbyggingar á 6 íbúðakjarna við Skógarlund 40. Þar á að byggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Á þeim tíma var heildarstofnvirði framkvæmdarinnar metið á um 315 miljónir kr. og stofnframlag Akraneskaupstaðar var um 51 milljónir kr.
Á síðasta fundi velferðar- og mannréttindaráð Akraness var fjallað um stöðu verkefnsins.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að ráðið lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem uppi er í verkefninu og að ekkert hafi í raun staðist af þeim áætlunum sem verktakinn hefur kynnt á fyrri fundum ráðsins.
„Ljóst þykir að þessi staða mun valda enn frekari töfum á nauðsynlegri húsnæðisuppbyggingu og þjónustu við fatlað fólk á Akranes,“ segir í fundargerðinni.