Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur sett 1200 fermetra skrifstofuhúsnæði við Stillholt 14-16 á söluskrá.
Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á 2. og 3. hæð sem hýsti m.a. Sýslumann Vesturlands, Skattstofuna, Vinnumálastofnun og fleiri stofnanir ríkisins. Húsið var byggt árið 1993 er það rými sem nú er til sölu um 25% af heildarfermetrafjölda hússins.
Í lýsingu á söluskrá kemur fram að húsið sé illa farið og miklar endurbætur þurfi að gera.
„Gluggar hússins eru illa farnir og skemmdir í loftum vegna raka. Komið er að miklu viðhaldi utanhúss til að koma í veg fyrir áframhaldandi leka og skemmdir innanhúss. Utanhússklæðing er mjög illa farin og þarf að endurnýja og vísbendingar um leka frá þakinu við útvegg. Múr og steypa hússins er í lélegu ástandi og um kerfislægar skemmdir að ræða skv. ástandsskýrslu frá Verkís, dagss. 11. júní 2021 og áhugasamir kaupendur eru hvattir til að kynna sér vel.“