Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U-17 ára landsliðs karla í knattspyrnu. Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.
Hópurinn leikur gegn Kára þriðjudaginn 11. febrúar og fer leikurinn fram á Akranesi.

Leikmenn ÍA eru þeir Gabríel Snær Gunnarsson, Birkir Hrafn Samúelsson, Styrmir Jón Ellertsson og Jón Þór Finnbogason.
Næsta verkefni liðsins á erlendri grundu er milliriðill í undankeppni EM 2025. Þar er Ísland í riðli með Belgíu, Írlandi og Póllandi, en leikið er í Póllandi dagana 19.-25. mars.
Hópurinn er þannig skipaður:
- Alexander Máni Guðjónsson – Stjarnan
- Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór
- Ásgeir Steinn Steinarsson – FH
- Baldur Logi Brynjarsson – Keflavík
- Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA
- Björgvin Brimi Andrésson – KR
- Einar Freyr Halldórsson – Þór
- Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R.
- Gabríel Snær Gunnarsson – ÍA
- Guðmar Gauti Sævarsson – Fylkir
- Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK
- Gunnleifur Orri Gunnleifsson – Breiðablik
- Gylfi Berg Snæhólm – Breiðablik
- Haukur Óli Jónsson – Fjölnir
- Jón Þór Finnbogason – ÍA
- Karan Gurung – Leiknir R.
- Ketill Orri Ketilsson – FH
- Maríus Warén – Breiðablik
- Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA
- Sverrir Páll Ingason – Þór
- Sölvi Snær Ásgeirsson – Grindavík
- Viktor Steinn Sverrisson – Víkingur R.