Haukur Andri gerir þriggja ára samning við ÍA – yfirgefur Lille

Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson mun leika með karlaliði ÍA í knattspyrnu næstu árin – en hann hefur gert þriggja ára samning við uppeldisfélagið.

Haukur Andri gekk í raðir Lille árið 2023 en í gær var greint frá því að ÍA hefði keypt Hauk Andra frá franska liðinu.

Haukur Andri er 19 ára. Hann lék með ÍA á síðari hluta tímabilsins í fyrra á lánssamningi. Hann lék 11 leiki með ÍA í Bestu deildinni en Skagamenn enduðu í 5. sæti.