Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði flott mark með þrumuskoti fyrir þýska liðið Düsseldorf í næst efstu deild gegn Ulm.
Ísak Bergmann þrumaði boltanum í netið af löngu færi og kom Düsseldorf yfir en liðið landaði 3-2 sigri gegn Ulm.
Landsliðsmaðurinn var valinn í úrvalslið umferðarinnar af knattspyrnusérfræðingum tímaritsins Kicker.
Düsseldorf er í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig eftir 20 leiki. Liðið er fjórum stigum frá efsta sætinu. Skagamaðurinn hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og hann hefur gefið sex stoðsendingar.
👤 Ísak B. Jóhannesson (f.2003)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 3, 2025
🇩🇪 Düsseldorf
🆚 Ulm
🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/SUvMYq62GL