Ísak Bergmann skoraði með þrumuskoti – sjáðu markið

Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði flott mark með þrumuskoti fyrir þýska liðið Düsseldorf í næst efstu deild gegn Ulm. 

Ísak Bergmann þrumaði boltanum í netið af löngu færi og kom Düsseldorf yfir en liðið landaði 3-2 sigri gegn Ulm. 

Landsliðsmaðurinn var valinn í úrvalslið umferðarinnar af knattspyrnusérfræðingum tímaritsins Kicker. 

Düsseldorf er í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig eftir 20 leiki. Liðið er fjórum stigum frá efsta sætinu. Skagamaðurinn hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og hann hefur gefið sex stoðsendingar.