Kraftmikill hópur frá Akranesi vakti athygli á leik Blackburn gegn Preston

Kraftmikill hópur Skagamanna vakti mikla athygli á leik enska knattspyrnuliðsins Blackburn Rovers gegn liði Preston sem fram fór um helgina í Blackburn, 

Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson áttu að mætast í þessum leik en Arnór hefur glímt við meiðsli í herbúðum Blackburn en Stefán Teitur kom við sögu í leiknum 

Blikksmiðurinn Ingi B. Róbertsson fór fremstur í flokki með stuðningsmönnum Blackburn eins og sjá má í þessu myndbandi – þar sem að hið íslenska víkingaklapp var tekið.