N1 hefur gert samkomulag við Akraneskaupstað um að byggja nýja starfsstöð á lóð við Elínarveg 3. Stefnt er að því að hægt verði að opna á nýjum stað á síðari hluta ársins 2026.
Starfsemi eldsneytisafgreiðslu Skútunnar við Þjóðbraut og hjólbarðaverkstæðis N1 við Dalbraut óbreytt á meðan framkvæmdum stendur.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2025/02/elinar-1132x670.png)
Fyrst var greint frá þessum áformum fyrir fjórum árum á vef Skagafrétta.
Lóð N1 við Elínarveg 3 er alls 16 þúsund fermetrar að stærð og er hönnun húsnæðisins hafin. Uppbyggingin mun fara fram í tveimur áföngum; fyrsti áfangi er uppbygging fjölorkustöðvar og seinni er bygging starfsstöðvar og bílaþvottastöðvar. Starfrækt verður bílaþjónustustöð með hefðbundinni eldsneytissölu og rafhleðslustæðum, hjólbarða- og smurþjónustu ásamt dagvöru- og kaffisölu.
Í frétt á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að fulltrúar Akraneskaupstaðar fagni samkomulagi við Festi um uppbyggingu á Akranesi og áframhaldandi starfsemi þjónustustöðvar N1 sé tryggð og störf þeirra sem þar vinna.
Akraneskaupstaður tekur við eignarhaldi fasteigna N1, við Þjóðbraut og Dalbraut, samkvæmt samkomulaginu, og leigir Festi til áframhaldandi rekstrar þangað til ný þjónustumiðstöð við Elínarveg 3 tekur til starfa. Ennfremur er tryggt í millitíðinni aðstaða fyrir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Þjóðbraut 11.
Skipulagsvinna við Dalbrautareit N er í fullum gangi. Í samkomulagi milli aðila er tryggð aðkoma að byggingarlóðum við Dalbraut 8 og 10 í gegnum lóð við Þjóðbraut 9.
Uppbygging á Dalbrautarreit ætti því ekki að tefjast vegna ofangreindra áforma.