Karlalið ÍA í körfuknattleik leikur gegn KV á heimavelli á miðvikudaginn í næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu – og hefst hann kl. 19:15.
Skagamenn eru í góðri stöðu í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Liðið hefur nú unnið átta leiki í röð en ÍA lagði Snæfell í Stykkishólmi s.l. föstudag í hörkuleik, 87-85.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2025/02/470898035_17952469199895465_3869222456267942396_n-1132x670.jpg)
Tölfræði leiksins er hér fyrir neðan.
Skagamenn og Hamar úr Hveragerði eru í efsta sæti deildarinnar með 26 stig að loknum 16 umferðum. Efsta liðið að lokinni deildarkeppninni kemst beint upp í úrvalsdeildina, Bónusdeildina.
Liðin í sætum 2-9 keppa í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar í efsta deild.
Skagamenn eiga eftir að leika sex leiki í deildinni og Hamarsmenn koma í heimsókn á Skagann 27. febrúar.
Leikir ÍA sem eru framundan.
12. febrúar: ÍA – KV – Vesturgata kl. 19:15.
21. febrúar: Breiðablik – ÍA – Smárinn 19:15.
27. febrúar: ÍA – Hamar – Vesturgata 19:15.
7. mars: Fjölnir – ÍA – Dalhús 19:15.
14. mars; ÍA – Ármann – Vesturgata 19:15.
17. mars: Selfoss – ÍA – Vallaskóli 19:15.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-10-at-9.06.28 AM-1200x225.png)
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-10-at-9.06.46 AM-1200x430.png)
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-10-at-9.10.13 AM-1200x459.png)