Akraneskaupstaður hefur auglýst af krafti á undanförnum dögum eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg.
Í auglýsingunni sem hefur farið víða leitar kaupstaðurinn eftir aðila til samstarf um skipulag og þróun á lóðum við gamla Landsbankahúsið – og þessi aðili þarf að setja fram kauptilboð í það mannvirki

Um er að ræða eftirfarandi:
- Suðurgata 57 (mannvirki og lóð)
- Suðurgata 47
- Skólabraut 24
Matsnefnd mun yfirfara tillögur og kauptilboð og skila niðurstöðu til bæjarstjórnar, sem tekur endanlega ákvörðun um samstarfsaðila.
Nánar á vef Akraneskaupstaðar: