Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA fór fram í gær. Í ársskýrslu stjórnar kemur fram að árið 2024 hafi reynst Skagamönnum vel.
Góður árangur náðist á knattspyrnuvellinum, öflug uppbygging var í innra starfi félagsins og reksturinn er sjálfbær. Iðkendum heldur áfram að fjölga en um 650 æfa hjá félaginu – og er uppeldisstarfið í fremstu röð á landsvísu.

Tap var á hefðbundinni starfssemi í rekstri – sem nam rúmlega 34 milljónum kr. Tekjur af sölu leikmanna var um 81 milljón kr. og jákvæð niðurstaða var af rekstrinum sem nam um 56 milljónum kr. Rekstrartekjur ársins námum um 367 milljónir kr. en rekstrargjöldin voru rúmlega 400 milljónir kr.
Nánar í ársreikningi félagsins sem er hér fyrir neðan.