Framundan er spennandi lokakafli á Íslandsmótinu í næst efstu deild í körfubolta karla.
ÍA er í efsta sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur ÍA er gegn liði Breiðabliks á útivelli n.k. föstudag í Smáranum í Kópavogi.

Skagamenn eru því í dauðafæri að tryggja sér sæti í efstu deild – en það lið sem endar í efsta sæti eftir deildarkeppnina fer beint upp í Bónus-deildina á næsta tímabii, en liðin í sætum 2-9 leika í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar í efstu deild á næsta tímabili.
ÍA lék í fyrsta sinn í efstu deild á Íslandsmótinu í körfuknattleik veturinn 1992-1993. ÍA lék í úrvalsdeild næstu átta tímabil en liðið féll úr efstu deild vorið 2000.
Besti árangur ÍA í efstu deild er þriðja sætið í deildarkeppninni en ÍA hefur leikið tvívegis í undanúrslitum Íslandsmótsins í efstu deild. Vorið 1993 komst ÍA í undanúrslit á sínu fyrsta ári í efstu deild og vorið 1998 lék ÍA í undanúrslitum á ný.
Árið 1996 lék ÍA til úrslita gegn Haukum um Bikarmeistaratitilinn. Það var í fyrsta sinn sem ÍA komst í úrslit bikarkeppninnar en Haukar fögnuðu sigri í þessum úrslitaleik.
ÍA hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og í síðustu umferð tapaði Hamar úr Hveragerði óvænt gegn liði Selfoss. Hamar tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni
Skagamenn eiga eftir að leika fimm leiki í deildinni og Hamarsmenn koma í heimsókn á Skagann 27. febrúar.
Leikir ÍA sem eru framundan:
- febrúar: Breiðablik – ÍA – Smárinn 19:15.
- febrúar: ÍA – Hamar – Vesturgata 19:15.
- mars: Fjölnir – ÍA – Dalhús 19:15.
- mars; ÍA – Ármann – Vesturgata 19:15.
- mars: Selfoss – ÍA – Vallaskóli 19:15.