Kvennalið ÍA er í efsta sæti í B-deild Lengjubikarkeppni KSÍ. Skagaliðið hefur unnið báða leiki sína til þessa í keppninni.
ÍA lagði lið Hauka 5-3 í gærkvöld en leikurinn fór fram í nýju knatthúsi Hauka í Hafnarfirði.

Erna Björt Elíasdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA í fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik. Anna Þóra Hannesdóttir og Erla Karítas Jóhannesdóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik fyrir ÍA.
ÍA er eins og áður segir í efsta sæti B-deildar með 2 sigurleiki. Næsti leikur liðsins er föstudaginn 28. febrúar gegn Gróttu í Akraneshöll.



