Fjórir leikmenn úr röðum ÍA verða leikmenn Grindavíkur á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar.

Grindavík leikur í næst efstu deild, Lengjudeildinni. Leikmennirnir sem um ræðir eru allir samningsbundnir ÍA.

Ármann Finnbogason, sem var á lánssamningi hjá Grindavík á síðustu leiktíð, verður áfram hjá liðinu. 

Breki Hermannsson og Árni Salvar Heimisson, voru lánaðir fyrir nokkrum vikum – og í dag var greint frá því að Ingi Þór Sigurðsson verði einnig sem lánsmaður hjá Grindavík í sumar.