Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir franska liðið Lille í gær í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Hákon Arnar jafnaði metin fyrir Lille á útivelli gegn Borussia Dortmund á Westfalenstadion í Þýskalandi. 

Þetta var annað mark hans í Meistaradeildinni á þessu tímabili og alls hefur hann skorað 7 mörk á tímabilinu.  Alls hefur Hákon skorað þrisvar í Meistaradeild Evrópu – en hann hefur skorað tvívegis gegn Dortmund en hann skoraði fyrir danska liðið FCK Kaupmannahöfn árið 2022. 

Í desember á síðasta ári skoraði Hákon sigurmark Lille í 3-2 sigri liðsins gegn svissneska liðinu Sturm Graz.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. 

Hákon skoraði á 68. mínútu en hann var í stóru hlutverki hjá franska liðinu og lék vel.  

Liðin mætast á heimavelli Lille í næstu viku.