Það er mikið um að vera í leikmannamálum hjá Knattspyrnufélagi ÍA, og félagið heldur áfram að lána leikmenn til annarra liða.

Tveir varnarmenn hafa verið lánaðar frá félaginu. Hilmar Elís Hilmarsson, fer til Fjölnis í Reykjavík út þessa leiktíð, en hann kom við sögu í nokkrum leikjum ÍA á síðustu leiktíð í Bestu-deildinni. Fjölnir leikur í næst efstu deild, Lengjudeildinni.

Áður hafði ÍA lánað vinstri bakvörðinn Arnleif Hjörleifsson til Njarðvíkur, sem leikur einnig í næst efstu deild, Lengjudeildinni. Arnleifur hefur leikið 35 leiki í efstu deild og bikarkeppni KSÍ með ÍA.

Þá hefur Jón Breki Guðmundsson verið lánaður til Empoli á Ítalíu næsta hálfa árið. Hann er fæddur árið 2008 og kom frá Knattspyrnufélagi Austurlands um mitt s.l. ár. Jón Breki hefur leikið með U-17 ára landsliði Íslands.