Karlalið ÍA í körfuknattleik getur tryggt sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins, Bónus-deildinni, þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvogi föstudagskvöldið 7. mars.
ÍA er í efsta sæti 1. deildar þegar þrjár umferðir eru eftir. ÍA er með 32 stig, en Sindri frá Hornafirði og Hamar úr Hveragerði eru þar fyrir neðan með 26 stig.

Með sigri tryggir ÍA sér sigur í deildinni en efsta liðið að lokinni deildarkeppninni fer beint upp í Bónus-deildina. Liðin í sætum 2-9 leika í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar.
Úrslitin um efsta sætið ráðast á föstudag – þar sem að Sindri og Hamar eiga bæði leik á morgun.
Hamarsmenn mæta liði Þórs frá Akureyri á heimavelli, og Sindri sækir Ármenninga heim en leikurinn fer fram í Laugardalshöll.
Leikir ÍA sem eftir eru í deildinni:
- mars 19:15 Fjölnir – ÍA Dalhús 19:15
- mars: ÍA – Ármann – Vesturgata 19.15
- mars: Selfoss – ÍA – Vallaskóli 19:15
ÍA lék síðast í efstu deild tímabilið 1999-2000. Skagamenn höfðu þá verið samfellt í efstu deild frá haustinu 1993 eða í sjö ár.