Skagamenn tryggðu sér sæti í efstu deild karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik í kvöld – og er 25 ára bið félagsins á enda.
ÍA lagði Fjölni 106-97 á útivelli í Grafarvogi og tryggði sér þannig sigur í 1. deild karla á Íslandsmótinu. Þetta var 12. sigurleikur ÍA í röð – en liðið er með 34 stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

Victor Bafutto skoraði 22 stig fyrir ÍA og tók 10 fráköst, Kristófer Már Gíslason skoraði 20 stig og Srdan Stojanovic var einnig með 20 stig. Kinyon Hodges skoraði 18 stig, stal 6 boltum og gaf 5 stoðsendingar.
Fréttin verður uppfærð.
