Akranesmeistaramótið í Pílu fór fram nýverið en keppnisfyrirkomulagið var 501. Alls tóku 22 keppendur þátt. Fyrst var leikin riðlakeppni og útsláttarkeppni tók við eftir riðlakeppnina.
Til úrslita léku Gunnar H. Ólafsson og Sigurður Tómasson – og fagnaði Gunnar sigri 6-4.
Í leiknum um þriðja sætið léku Semmi Andri Þórðarson og Stefán Bjarki Ólafsson, og þar sigraði Semmi Andri.

Nánar á fésbókarsíðu félagsins.