Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Fjórir fyrrum leikmenn ÍA eru í hópnum.

Þeir eru: Bjarki Steinn Bjarkason, Stefán Teitur Þórðarson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísland leikur í umspili Þjóðardeildarinnar gegn Kósóvó fimtudaginn 20. mars á útivelli – en heimaleikur Íslands fer fram sunnudaginn 23. mars á Stadium Enrique Roca í Murcia á Spáni.