Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í leikmannahópi U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu – sem leikur í milliriðli Evrópumótsins í Póllandi dagana 17.- 26. mars 2025. Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.
Birkir Hrafn Samúelsson, Gabríel Snær Gunnarsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Jón Breki Guðmundsson eru í hópnum en sá síðastnefndi er á lánssamngi hjá Empoli á Ítalíu.

Ísland er í riðli með Póllandi, Belgíu og Írlandi.
Hópurinn er þannig skipaður:
- Helgi Hafsteinn Jóhannsson – AaB
- Tómas Óli Kristjánsson – AGF
- Gylfi Berg Snæhólm – Breiðablik
- Jón Breki Guðmundsson – Empoli FC
- Gunnar Orri Olsen – FC Köbenhavn
- Viktor Bjarki Daðason – FC Köbenhavn
- Egill Orri Arnarsson – FC Midtjylland
- Sigurður Jökull Ingvason – FC Midtjylland
- Ketill Orri Ketilsson – FH
- Guðmar Gauti Sævarsson – Fylkir
- Sölvi Snær Ásgeirsson – Grindavík
- Björgvin Brimi Andrésson – Grótta
- Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA
- Gabríel Snær Gunnarsson – ÍA
- Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA
- Karan Gurung – Leiknir R.
- Alexander Máni Guðjónsson – Stjarnan
- Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak.
- Einar Freyr Halldórsson – Þór Ak.
- Sverrir Páll Ingason – Þór Ak.