Fyrirtækið Röst hefur óskað eftir leyfi til að dæla þrjátíu tonnum af vítissóda í sjóinn við Hvalfjörð.

Vítissódinn verður leystur upp í vatni svo úr verða 200 tonn sem dælt verður í sjóinn. Með þessu vill Röst kanna hvort aðgerðin geti aukið upptöku sjávar á koldíoxíði úr andrúmsloftinu án þess að sjór súrni, og hvort að aðferðin geti jafnframt dregið úr eða takmarkað súrnun sjávar.

Á myndinni sem tekin var 11. júlí 2023 má sjá pramma frá Running Tide sem var dreginn inn í Hvalfjörðinn og eldgos á Reykjanesskaga er í aðalhlutverki í bakgrunni. Mynd/skagafrettir.is 

Íbúar í Hvalfjarðarsveit hafa mótmælt þessum áformum og einnig fyrirtækið Hvalur hf. 

Rúmlega 1000 einstaklingar hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista þar sem að einstaklingar eru hvattir til þess að segja nei við beiðni Rastar til Utanríkisráðuneytis Íslands um að fá leyfi til að losa óheyrilegt magn af vítissóda út í lífríki Hvalfjarðar í tilraunaskyni.

Smelltu hér fyrir undirskriftarlistann. 

Í frétt á RÚV segir sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar að tilraunin muni ekki hafa mikil áhrif á lífríkið – nánar hér: 

Haraldur Eiríksson leigutaki í Laxá í Kjós skrifaði grein á Visir.is þar sem hann mótmælir þessum áformum – nánar hér: