Guðmundur Arnar, nemandi í 9. bekk Brekkubæjarskóla, er góður í því að hanga og hann setti ný viðmið á sýningunni „Mín framtíð“ nýverið. 

Þar kynntu 30 framhaldsskólar námsframboð sitt samhliða Íslandsmótinu í iðn – og verkgreinum en viðburðurinn fór fram í Laugardalshöll. 

Á sýningunni var keppt í því að hanga í vinnubuxum – sem er grein sem er krefjandi fyrir styrk og úthald. 

Guðmundur Arnar setti ný met í þau tvö skipti sem hann tók þátt á sýningunni. Hann náði að „hanga“ í buxunum í 124 sekúndur eða rúmlega 2 mínútur – og fékk hann fína borvél í verðlaun.