Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er varafyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hákon Arnar er í stóru hlutverki hjá franska stórliðinu Lille og hefur hann leikið vel í deildinni og Meistaradeildinni.
Hann hefur skorað fjögur mörk en Lille er í 5. sæti deildarinnar en liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni.

Í frétt á visir.is kemur fram að Hákon Arnar er á meðal verðmætustu leikmanna frönsku deildarinnar.
Svissneska fyrirtækið CIES heldur úti upplýsingum slíka hluti og telur fyrirtækið að Hákon Arnar gæti verið seldur á tæplega 7 milljarða ísl. kr. eða 46 milljónir Evra.
Hákon Arnar fór til Lille frá FCK í Kaupmannahöfn sumarið 2023. Franska félagið greiddi um 15 milljónir Evra eða sem nemur 2,3 milljörðum kr.
Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎
— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025
🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)
🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)
🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu