Mæðrastyrksnefnd Akraness óskar eftir fólki til starfa en aðalfundur félagsins fer fram 27. mars.

Í tilkynningu frá nefndinni kemur fram að starf félagsins gæti lagst ef ekki næst að manna stjórn. 

„Aðalfundur Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram fimmtudaginn 27. mars kl. 17 í húsi Rauða krossins við Kirkjubraut 12.

Það vantar fólk til starfa svo við hvetjum áhugasama til að mæta á fundinn (ef engin bíður sig fram þá gæti þetta lagst af) það þarf að vera með hreint sakavottorð til að sitja í stjórn félagsins.

Dagskrá
Kosning í stjórn
Ársreikningur
Önnur aðalfundur störf
Mæðrastyrksnefnd Akraness“