Þrír nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi tóku þátt í Íslandsmótinu í iðngreinum – á hátíðinni Mín framtíð
Elvar Ingi Kristjánsson og Íris Arna Ingvarsdóttir kepptu í rafvirkjun og Matthías Bjarmi Ómarsson keppti í húsasmíði.

Þetta var í fyrsta sinn sem þau taka þátt í þessari keppni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá FVA. Þar kemur fram að verkefnin í rafmagninu voru bæði tæknilega krefjandi og tímafrek í ár.
Elvar Ingi hlaut verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í húsarafmagni.