Fasteignamarkaðurinn virðist vera að taka við sér en samkvæmt frétt Mannvirkjastofnunnar voru kaupsamningar í janúar um 30% fleiri en á sama tíma árið 2024.

Á Akranesi eru 94 íbúðir í fjölbýli í byggingu og 25 einbýli – eða sérbýli eru einnig á byggingastigi. Frá þessu er greint á vef Mannvirkjastofnunar. 

Á Sementsreitnum eru samtals 33 íbúðir í byggingu, 50 við Garðabraut 1 og 11 við Beykiskóga 19. 

Eitt einbýlishús er á byggingastigi við Presthúsabraut en önnur einbýlis – eða sérbýlishús eru í byggingu á nýjum byggingareitum í Álfalundi, Skógarlundi, Fagralundi og Fjólundi. 

Á síðustu árum hafa umsvif á fasteignamarkaði í janúarmánuði verið minni en í öðrum mánuðum ársins.

Síðastliðinn janúarmánuð voru gefnir út 720 kaupsamningar á landinu öllu samanborið við tæplega 900 samninga í nóvember og desember. Þrátt fyrir minni umsvif á milli mánaða voru kaupsamningar í janúar um 30% fleiri en á sama tíma árið 2024.

Um 30 fleiri samningar voru gerðir í janúarmánuði 2022 samanborið við nýliðinn janúarmánuð en á þeim tíma var vaxtastig í landinu töluvert lægra. Alls seldust 757 íbúðir í fyrrnefndum 720 kaupsamningum sem þýðir að kaupsamningar þar sem fleiri en ein íbúð var seld voru í miklum minnihluta.

 

Íbúðir, sérbýli eða einbýli sem eru í byggingu á Akranesi. 

Sementsbraut 13
18 íbúðir

sSementsbraut 15
15 íbúðir

Garðabraut 1
50 íbúðir

Beykiskógar 19
11 íbúðir

Presthúsabraut 23
Einbýli

Seljuskógar 20
Einbýli

Fjólulundur 3
Einbýli

Fjólulundur 2
Einbýli

Fagrilundur 3a
Sérbýli

Akralundur 28
Einbýli

Skógarlundur 5
Einbýli

Skógarlundur 7
Einbýli

Skógarlundur 10
Einbýli

Skógarlundur 8
Einbýli

Akralundur 28
Einbýli

Álfalundur 28 – 32
Sérbýli – alls 3 íbúðir

Álfalundur 33 – 43
Sérbýli – alls 6 íbúðir. 

Álfalundur 34-42
Sérbýli – alls 5 íbúðir