Sementstrompurinn á Akranesi var um áratugaskeið eitt af kennileitum Akraness. Strompurinn, sem var 68 metra hár, var felldur þann 22. mars árið 2019 – og eru því sex ár liðin frá þessum viðburði sem vakti mikla athygli. 

Danskir sprengjusérfræðingar frá fyrirtækinu Dansk Sprængnings Service voru í aðalhlutverki í þessu verkefni sem kostaði um 26 milljónir kr.

Fyrst var efri hluti hans felldur með sprengihleðslu sem sett var í strompinn í um 25 metra hæð. Fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengihleðslan hafði sprungið var sú síðari sett í gang við rætur strompsins. Sú aðgerð heppnaðist ekki og var gert langt hlé á aðgerðinni – en í annarri tilraun féll neðri hluti strompsins. 

Nokk­ur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn voru rýmd í ör­ygg­is­skyni.

Góður hópur Skagamanna kom að því að safna efni í þetta myndband sem Kristinn Gauti Gunnarsson setti saman.

Þeir sem komu að þessu verkefni fyrir skagafrettir.is voru þeir Hjalti Sigurbjörnsson, Þórarinn Jónsson, Michal Mogila og Kristinn Gauti Gunnarsson. Eru þeim færðar þakkir fyrir framlagið.