Bárumótið, sem fram fer árlega, var haldið í Bjarnalaug þann 20. mars. Mótið er ætlað yngstu iðkendum Sundfélags Akraness og að venju var mótið skemmtileg upplifun fyrir keppendur.
Gunnar Logi Guðmundsson og Rúna Björk Ingvarsdóttir eru Bárumeistarar 2025.

Alls tóku 42 keppendur þátt en keppendurnir voru á aldrinum 7-12 ára.
Í tilkynningu frá Sundfélaginu kemur eftirfarandi fram:
„Þau stóðu sig frábærlega og gaman að sjá miklar framfarir hjá þessum efnilegu sundmönnum. Áhorfendur fjölmenntu í Bjarnalaug og óhætt að segja að ekki hefðu mikið fleiri komist fyrir. Allir keppendur fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn fengu farandbikara sem gefnir eru til minningar um Báru Daníelsdóttur.“