Skagamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson hefur samið við uppeldisfélagið á ný – eftir að hafa verið í herbúðum Valsmanna undanfarin tvö ár.

Gísli skrifaði undir samning til þriggja ára við ÍA, en samningurinn er út leiktíðina 2027.

Gísli er fæddur árið 2001. Hann fékk tækifæri með meistaraflokki ÍA sumarið 2020 þar sem hann lék alls 17 leiki í efstu deild, og skoraði hann 2 mörk. Hann lék 22 leiki árið eftir og skoraði 4 mörk. Tímabilið 2022 lék hann alls 27 leiki og skoraði 5 mörk og árið 2023 lék hann 18 leiki í næst efstu deild með ÍA þar sem hann skoraði alls 4 mörk. Eftir tímabilið 2023 samdi hann við Valsmenn. 

Gísli Laxdal fagnar marki. Mynd/skagafrettir.is
Gísli Laxdal fagnar marki. Mynd/skagafrettir.is