Leikmenn úr röðum Pílufélags Akraness stóðu sig með ágætum á Íslandsmótinu í 501 sem fram fór í Reykjavík nýverið. Alls tóku 5 leikmenn frá PFA þátt.
Gunnar H. Ólafsson, Sverrir Þór Guðmundsson, Arnar Gunnarsson, Semmi Andri Þórðarson og Heimir Þór Ásgeirsson.

Þeir komust allir upp úr riðlakeppninni og léku í 64 manna úrslitum. Þar féllu Arnar, Sverrir og Heimir úr keppni. Semmi Andri lauk keppni í næstu umferð eða 32 manna úrslitum.
Gunnar eða „Gunni Hó“ fór alla leið í 8-manna úrslit.
Matthías Örn Friðriksson og Brynja Herborg stóðu uppi sem Íslandsmeistarar.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?