Menntaskólinn í Hamrahlíð sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, „Gettu betur“ og er þetta annað árið í röð sem MH sigrar í þessari keppni. 

Atli Ársælsson hefur verið í sigurliðinu bæði árin en hann vakti athygli á úrslitakvöldinu fyrir glæsilega ÍA treyju sem hann var í. Treyjan er frá tímabilinu 1992 og er í eigu Haraldar Ingólfssonar, fyrrum leikmanns ÍA, sem lánaði Atla treyjuna fyrir þessa keppni. 

Atli á ættir að rekja á Akranes og er mikill stuðningsmaður ÍA og enska knattspyrnuliðsins Tottenham. Faðir Atla er Ársæll Arnarson sem er fæddur árið 1968 – en hann er prófessor í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Föðuramma Atla er Guðný Ársælsdóttir, sem var um margra ára skeið útibússtjóri ÁTVR. 

Lið MH sigraði Menntaskólann á Akureyri með 30 stigum gegn 21 á úrslitakvöldinu og var liðið þannig skipað: Atli Ársælsson, Valgerður Birna Magnúsdóttir og Flóki Dagsson.

Ársæll Arnarsson
  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?