Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram nýverið.
Alls tóku 12 nemendur úr 7. bekk þátt á lokahátíðinni sem fram fór í Tónbergi í tónlistarskólanum.

Nemendurnir sem tóku þátt eru úr 7. bekk Brekkubæjarskóla – og Grundaskóla.
Undakeppni fór fram í byrjun mars en allt frá því á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Hafa nemendur skólanna æft upplestur með ýmsum hætti. Sex nemendur frá hvorum skóla fyrir sig komust áfram á lokahátíðina.
Sigrún Inga Sigþórsdóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Daði Rafn Reynisson upplesari Grundaskóla.
Frá þessu er greint á fésbókarsíðu Grundaskóla.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?