Leiklistaklúbburinn Melló mun sýna leikritið Gauragang á fjölum Bíóhallarinnar á næstu vikum. Það eru nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem standa að sýningunni en Einar Viðarsson er leikstjóri. Nú þegar er uppselt á fyrstu sýningarnar en verkið er vel þekkt. 

Miðasala á Tix.

Gauragangur er sígilt íslenskt leikrit byggt á samnefndri skáldsögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Verkið segir frá Ormi Óðinssyni, uppátækjasömum og óstýrilátum unglingi sem elst upp á sjöunda áratugnum. Hann á erfitt með að falla að kassalaga samfélaginu og lendir í ýmiss konar ævintýrum þar sem hann glímir við flókna fjölskyldutengsl, fyrstu ástin og eigin uppreisn. 

Með beittum húmor, sterkum dramatískum blæ og eftirminnilegri tónlist tekst sýningunni að fanga anda unglingsmenningar þess tíma. Gauragangur er lífleg, áleitin og grípandi sýning sem talar til allra sem hafa staðið á mörkum bernsku og fullorðinsára. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?