Vitasvæðið á Breiðinni er vinsæll áfangastaður hjá íbúum á Akranesi og þeim sem sækja bæinn heim.

Óveður sem gekk yfir í byrjun mars skildi eftir sig ýmis ummerki og tjón varð m.a. á upplýsingamiðstöðinni við vitann.

Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður, tók til sinna ráða og óskaði eftir aðstoð Skagamanna við hreinsun á svæðinu.

Viðbrögðin voru góð og í morgun var tekið til hendinni á Breiðinni. 

Ólafur Páll segir að Hilmar Sigvaldason, umsjónarmaður Akranesvita, hafi gert sitt best við hreinsun á svæðinu áður en hópurinn mætti. 

Eins og sjá má á þessum myndum frá Ólafi tókst verkið vel – og fjölmargir lögðu hönd á plóginn. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?