- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
Von á nokkuð hárri suðvestlægri öldu á mánudagsmorgun, nær hápunkti nærri stórstraumsflóði að morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.
Eldri spár höfðu ekki gert ráð fyrir svo hárri öldu, www.sjolag.is og mynd hér að neðan (spágildi eru fyrir Garðskagadufl).

Samanborið við það sem gekk yfir um síðustu mánaðarmót er úthafsaldan ekki á sama skala en sjávarstaðan er þó það há að líkur eru á að það gefi yfir. Búast má við ágjöf ca milli kl 6-9 að morgni.
Sjávarstaðan verður svipuð og var um síðustu mánaðarmót en hæð kenniöldu mun lægri og aldan ekki eins þung. Til samanburðar var mæld kennialda á Garðskagadufli rúmir 12 m en nú er gert ráð fyrir 7,2 m kenniöldu á duflinu. Þá er öldustefnan einnig hagstæðari nú, suðlægari.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?