Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness og Elkem hafa fundað einu sinni hjá ríkissáttasemjara eftir að kjarasamningur við Elkem var felldur með 58% greiddra atkvæða. Þetta kemur fram á heimasíðu VLFA – og þar er ítarlega farið yfir helstu ástæður þess að samningurinn var felldur.

Eins og staðan er núna þá hefst kosning um vinnustöðvun hjá félagsfólki í VLFA á næstu dögum. 

Vilhjálmur Birgisson skrifar á heimasíðu VLFA að ekki sé ljóst hvort hin fjögur stéttarfélögin sem eiga aðild að samningnum ætli að fylgja VLFA eftir með kosningu um vinnustöðvun. Þar kemur einnig fram að það sá trú félagsins að kjarasamningurinn sé góður en laga þurfi nokkur atriði sem varð til þess að samningurinn var felldur með 58% atkvæða. 

Nánar hér: 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?