Kvennalið ÍA tryggði sér sigur í B-deild Lengjubikarkeppni KSÍ um s.l. helgi í miklum markaleik gegn sameiginlegu liði Grindavíkur/Njarðvíkur. Leikurinn fór fram í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ.
ÍA lenti í miklu mótlæti í fyrri hálfleik þar sem að liðið fékk á sig þrjú mörk en Erla Karitas Jóhannesdóttir minnkaði muninn í 3-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Grindavík/Njarðvík skoraði sjálfsmark á 53. mínútu, staðan 3-2. Nadía Steinunn Elíasdóttir jafnaði metin fyrir ÍA á 82. mínútu. Grindavík/Njarðvík skoraði annað sjálfsmark rétt fyrir leikslok og ÍA fagnaði því 4-3 sigri.
ÍA hefur unnið alla sex leiki sína í þessari keppni þegar einn leikur er eftir. ÍA tekur á móti ÍBV í Akraneshöllinni í lokaumferðinni sem fram fer laugardaginn 5. apríl kl. 14:00.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?