Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu á milli mælinga – samkvæmt nýrri könnun Þjóðarpúls Gallup og RÚV. 

Hinsvegar eru töluverðar sviptingar í Norðvesturkjördæmi þar sem að kjósendur á Akranesi eru í stóru hlutverki í fjölmennasta bæjarfélaginu í kjördæminu. Sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan. 

Samfylkingin bætir töluvert mikið við fylgi sitt í NV-kjördæmi og Viðreisn einnig. Flokkur fólksins tapar um 50% fylgi í kjördæminu. Hlutfallslega bætir Sósíalistaflokkur Íslands mestu fylgi við sig í NV-kjördæmi. 

Breytingarnar á landsvísu eru á bilinu 0,2-1,0 prósentustig og ekki er tölfræðilega marktækar.

Slétt 27% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 22% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% Viðreisn, rúmlega, 9% Miðflokkinn, nær 8% Flokk fólksins, næstum 6% Framsóknarflokkinn, rösklega 5% Sósíalistaflokkinn, 4% Pírata, rífllega 3% Vinstri græn og tæplega 1% aðra flokka.

Liðlega 5% myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.

Um 66% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.

Í Norðvesturkjördæmi er staðan þannig í dag samkvæmt þessari könnun en fjöldi svara var 334.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?